Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tuttugu og sjö með veiruna á Suðurnesjum
Sunnudagur 22. mars 2020 kl. 14:06

Tuttugu og sjö með veiruna á Suðurnesjum

Alls eru tuttugu og sjö einstaklingar á Suðurnesjum smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þetta kemur fram í nýjustu upplýsingum frá Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Í sóttkví á Suðurnesjum eru 268 einstaklingar. Alls eru 568 með veiruna hér á landi og 6.340 í sóttkví.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir er gert ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki um miðjan apríl og miðað er við að versta spá gangi eftir. Faraldurinn er í uppsveiflu.