Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tungubrjótur setti bæjarfulltrúa í vanda
Föstudagur 19. október 2018 kl. 13:41

Tungubrjótur setti bæjarfulltrúa í vanda

- Ellefu hundruð átttugasti og áttundi fundur blah...

Tungubrjótur gerði vart við sig á síðasta bæjarstjórnarfundi þegar bæjarfulltrúar áttu í stökustu vandræðum með númer bæjarráðsfundar. Bæjarstjóri reyndi að koma til hjálpar og gerði illt verra.
 
Díana Hilmarsdóttir kom í pontu og reyndi að koma orði yfir ellefu hundruð átttugasti og áttunda fund bæjarráðs. Það gekk illa og hún kastaði fram spurningunni „Hvernig segir maður þetta eiginlega?“ og bæjarstjóri var snöggur til, braut einnig í sér tunguna og uppskar hlátur allra bæjarfulltrúa.
 
Baldur Guðmundsson var næstur í pontu, reyndi að skauta yfir „ellefu hundruð átttugasti og áttundi“ og gerði mislukkaða tilraun við „ellefu hundruð átttugasti og níundi“ með hræðilegum árangri.
 
Í meðfylgjandi hljóðskeiði með hlusta á vandræðaganginn.

Fréttin hefur verið leiðrétt þar sem þetta var ekki bara tungubrjótur, heldur líka lyklaborðsbrjótur... cheeky

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024