Túnfiskveiðar frá Grindavík ólíklegar
Ólíklegt er að Vísir hf. í Grindavík geri út á túnfiskveiðar í haust, en skip fyrirtækisins fékk leyfi til veiðanna frá sjávarútvegsráðuneytinu í sumar. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Að sögn Péturs H. Pálssonar framkvæmdastjóra Vísis hf. hefur gögnum verið safnað um göngur túnfisks á norðlægar slóðir og að hans sögn gefa þau ekki ástæðu til að fara til túnfiskveiða.
Þá hefur ekkert verið skráð um að túnfiskur hafi fengist sem meðafli á makrílveiðum íslenskra skipa í sumar, eins og gerst hefur undanfarin ár.