Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tugum vörubretta stolið í Njarðvík
Þriðjudagur 17. ágúst 2004 kl. 20:17

Tugum vörubretta stolið í Njarðvík

Tugum vörubretta, svokallaðra Euro-bretta, var stolið frá trésmíðaverkstæði við Njarðarbraut í Njarðvík um síðustu helgi. Í dag var tilkynnt um þjófnað á 40-50 brettum, en flest þeirra voru tekin ófrjálsri hendi um síðustu helgi. Nokkur fyrirtæki kaupa notuð Euro-bretti undir framleiðsluvörur sínar og því hafa brettin utan við trésmíðaverkstæðið heillað þjófa, sem hafa séð pening í brettunum. Það er hins vegar ljóst að brettaþjófurinn er ekki á venjulegum fólksbíl við iðju sína, heldur hefur verið notaður flutninga- eða pallbíll við þjófnaðinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024