Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tugum sagt upp hjá Atafli
Miðvikudagur 29. október 2008 kl. 18:08

Tugum sagt upp hjá Atafli

Atafl hf., áður Keflavíkurverktakar hf., mun um þessi mánaðamót segja upp tugum starfsmanna sinna. Ástæðan er samdráttur í byggingariðnaði. Frá þessu er geint á vef mbl.is. Uppsagnir Atafls bætast við þær 150 uppsagnir sem Íslenskir aðalverktakar hafa tilkynnt á félagssvæði Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.

Rúmlega eitt hundrað manns vinna hjá Atafli. Kári Arngrímsson, forstjóri fyrirtækisins vildi ekki tjá sig við mbl.is um fyrirhugaðar uppsagnir þar sem hann væri að tilkynna starfsmönnum þær í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024