Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tugþúsundir við lýsingu Bergsins og flugeldasýninguna
Sunnudagur 5. september 2004 kl. 00:34

Tugþúsundir við lýsingu Bergsins og flugeldasýninguna

Tugþúsundir manna voru í miðbæ Keflavíkur í kvöld og fylgdust með því þegar ljósin voru kveikt á berginu í fimmta sinn og með glæsilegri flugeldasýningu Sparisjóðsins í Keflavík. Það viðraði einnig vel á fólk en lítil rigningarskúr gekk yfir hátíðarsvæðið fimm mínútum áður en flugeldasýningin hófst. Himininn var hins vegar hreinn þegar sýningin hófst og fólk tók vel við sér þegar stærstu bomburnar sprungu.
Nú skömmu eftir miðnætti höfðu menn ekki náð að bera saman bækur sínar varðandi mannfjölda á svæðinu. Þó er ljóst að hann er ekki minni en á síðasta ári, þegar um 30.000 manns sóttu hápunkt Ljósanætur.
Sigurður Bergmann, vettvangsstjóri Lögreglunnar í Keflavík, sagði allt hafa farið vel fram í kvöld. Umferðarhnútar hafi skapast þegar hátíðargestir voru að yfirgefa miðbæinn, en engir árekstrar hafi orðið. Ungur maður hafi hins vegar sest ölvaður undir stýri á bíl fyrir framan nefið á lögreglumönnum og keyrt á rútu frá Hósanna-hópnum. Ungi maðurinn var handtekinn með það sama. Lögreglan var hins vegar mjög ánægð með hvernig til tókst í kvöld. Flestir fullorðnir voru farnir til síns heima fyrir miðnætti, eða á veitingahús. Nokkur fjöldi ungmenna var hins vegar enn í miðbænum.

Myndin: Flugeldasýningin í kvöld var sú glæsilegasta sem sést hefur á Suðurnesjum og jafnvel flottari en flugeldasýningin á Menningarnótt í Reykjavík, sögðu þeir sem höfðu samanburð. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024