Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tugþúsundir á hápunkti Ljósanætur 2002
Sunnudagur 8. september 2002 kl. 02:38

Tugþúsundir á hápunkti Ljósanætur 2002

Talið er að allt að 25.000 manns hafi verið á hápunkti Ljósanætur í Reykjanesbæ kl. 22 í kvöld þegar víkingaskipið Íslendingur sigldi upplýstur undir ljósum prýtt Bergið í Keflavík. Einar Ágúst söng sigurlagið Velkomin á Ljósanótt og þá hófst ein sú glæsilegasta flugeldasýning sem sett hefur verið upp í Reykjanesbæ á síðari árum.Steinþór Jónsson, formaður ljósanefndar, tók undir það að í ár hafi verið mun fleiri í bænum en í fyrra, þegar talið er að um 20.000 manns hafi verið á hápunkti hátíðarinnar. Hann vildi fara varlega í að áætla fjöldann en 25.000 manns væri nærri lagi. Lögreglan í Keflavík staðfestir þá tölu.

Myndin:
Víkingaskipið Íslendingur siglir ljósum prýddur undir upplýstu berginu. VF-mynd: Tobías Sveinbjörnsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024