Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Tugir útkalla björgunarsveita í morgun
    Á Vallargötu í Keflavík var þakkantur að losna. Þar naut Björgunarsveitin Suðurnes aðstoðar körfubíls frá Brunavörnum Suðurnesja til að komast upp á hátt þakið.
  • Tugir útkalla björgunarsveita í morgun
Laugardagur 14. mars 2015 kl. 12:14

Tugir útkalla björgunarsveita í morgun

– Þakjárn og hamborgarabrauð fauk út í veður og vind.

Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum hefur haft í nógu að snúast frá því snemma í morgun. Tugir útkalla hafa borist um aðstoð.

Þakjárn og þakkantar hafa verið að losna og þá er enn þó nokkuð um lausa muni á ferðinni. Girðingar og skjólveggir hafa lagst undan veðurofsanum og þá hefur þurft að tryggja enn betur landfestar á skipum í höfnum á Suðurnesjum.

Í morgun slitnuðu nær allar landfestar á togara í Keflavíkurhöfn og þar tókst að bjarga málum áður en illa fór.

Meðfylgjandi myndir voru teknar nú í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi



Björgunarfólk í húsgarði í Njarðvík í morgun. Ýmislegt lauslegt fór af stað í veðrinu sem nú er að mestu gengið yfir.



Landfestar slitnuðu á togara í Keflavíkurhöfn í morgun.



Vakt var um borð í Erling KE í Njarðvíkurhöfn.



Sending af hamborgarabrauði til KFC í Reykjanesbæ fauk út í veður og vind. Brauðin dreifðu sér niður eftir Hafnargötunni í Keflavík.



Hérna spila ungmenni í Garðinum vanalega fótbolta. Nú er þar stór tjörn af leysingavatni.



Þessi ljósastaur á Ásbrú í Reykjanesbæ stóð ekki af sér óveðrið.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024