Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Tugir milljarða í uppbyggingu á Ásbrú
    Búnaður kemur í gagnaver Verne á Ásbrú.
  • Tugir milljarða í uppbyggingu á Ásbrú
    Kjartan Þór Eiríksson hjá Kadeco.
Fimmtudagur 21. janúar 2016 kl. 09:32

Tugir milljarða í uppbyggingu á Ásbrú

- Gagnaver Verne stærsta einstaka fjárfestingin

Tugum milljarða hefur verið varið í uppbyggingu á Ásbrú á þeim tæpa áratug sem liðinn er frá því Varnarliðið fór frá Keflavíkurflugvelli haustið 2006. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur varið um 7 milljörðum króna á þessu tímabili.

Stærsta einstaka fjárfestingin er hinsvegar gagnaver Verne sem nemur tugum milljarða og á síðasta ári tryggði fyrirtækið sér um 13 milljarða króna til frekari uppbyggingar. Það er næst stærsta tæknifjárfestingin á Norðurlöndum í fyrra.

Annað stórt fjárfestingarverkefni í miklum vexti á Ásbrú er líftæknifyrirtækið Algalíf og þá er að vænta frekari frétta af uppbyggingu gagnavera á Ásbrú á þessu ári. Í dag eru fimm af sex gagnaverum á Íslandi á Ásbrú.

Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, segir í viðtali í Víkurfréttum, sem koma út í dag, að að Ásbrú sé mikilvæg nú þegar mikil aukning er í ferðaþjónustu á svæðinu: „Ég held, ef við horfum til flugvallarins og mikillar aukningar í ferðaþjónustu, að við verðum að horfa til þess að samfélagið verði ekki einsleitt og hvaða aðra þætti við þurfum líka að leggja áherslu á til að byggja upp góða samfélagsblöndu og sterkt og gott samfélag til langs tíma litið. Ég held klárlega að þetta verkefni sem hér er og sú vinna sem er búin að vera hér á Ásbrú á undanförnum árum að hún eigi eftir að eiga stóran þátt í því að samfélagsblöndun á svæðinu verði með jákvæðum hætti.“ Viðtalið við Kjartan er í blaði dagsins sem komið er í dreifingu um öll Suðurnes.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024