Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tugir listamanna selja verk sín í Svarta Pakkhúsinu
Opið alla daga í Svarta Pakkhúsinu á Hafnargötu í Keflavík.
Föstudagur 24. nóvember 2017 kl. 09:23

Tugir listamanna selja verk sín í Svarta Pakkhúsinu

-Opið verður frá 13 til 20 í kvöld í tilefni af Svörtum föstudegi

„Hér er mikið af keramik og skartgripum, alls konar heklað. Gæðin eru á toppnum,“ segir Kulli Kuur, ein af listamönnunum sem sýnir og selur verk sín í Svarta Pakkhúsinu á Hafnargötu í Keflavík.

„Það er allt milli himins og jarðar hérna. Alltaf þegar ég mæti byrja ég á því að labba einn hring og skoða hvað verkin eru falleg og vel gerð,“ segir Kulli, en ásamt henni eru um það bil tuttugu aðrir listamenn með aðstöðu í Svarta Pakkhúsinu. Kulli selur hekluð sjöl en hún lýsir þeim þannig að menningarheimar síns lands, Eistlands, og Íslands mætist.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Eitt af sjölunum frá Kulli.

Gerður Sigurðardóttir selur einnig sín listaverk í Svarta Pakkhúsinu en þau bera heitið „Ljós í tilveruna“. „Það voru margir sem höfðu samband eftir Ljósanótt sem vissu ekki að það væri opið alla daga hjá okkur. En það er brjálað að gera á Facebook. Hótelin hafa líka verið að benda ferðamönnunum á okkur,“ segir Gerður, en útlendingar versla mest í Svarta Pakkhúsinu.


„Ljós í tilveruna“ eftir Gerði Sigurðardóttur. VF-mynd: Sólborg

Opið verður til kl. 20 í kvöld í tilefni af Svörtum föstudegi.