Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tugir keyra of hratt á Suðurnesjum
Sunnudagur 20. ágúst 2017 kl. 13:00

Tugir keyra of hratt á Suðurnesjum

Nær tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni. Þar af var einn, erlendur ferðamaður, sem ók á 92 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km á klukkustund. Hann var jafnframt staðinn að því að aka hægra megin fram hjá öðrum ökutækjum á kafla þar sem slíkur framúrakstur er bannaður.

Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Annar, sem ók á rangri akrein  á Reykjanesbraut, nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar, var handtekinn grunaður um ölvun.  Þriðji ökumaðurinn sem handtekinn var, sviptur ökuréttindum og grunaður um vímuefnaakstur, var ekki í neinu ástandi til skýrslutöku þegar á lögreglustöð var komið.