Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tugir blökkumanna réðust inn í Fjölbrautaskólann
Fimmtudagur 30. apríl 2009 kl. 20:18

Tugir blökkumanna réðust inn í Fjölbrautaskólann

Útskriftarnemar Fjölbrautaskóla Suðurnesja héldu sitt árlega ,,dimissio” í dag á sal skólans þar sem stuttmynd nemendanna var sýnd ásamt þvi sem verðlaun kennara voru veitt. Þema útskriftarnemanna var að Westan og var hip-hop tónlist spiluð um alla ganga.

Myndir af deginum eru að finna á fss.is, en þar er einnig skemmtileg umfjöllun:

Ekki vitum við hvort það var vegna Barack Obama en útskriftarhópur vorsins var greinilega undir áhrifum "að Westan" þegar hann stóð fyrir hinni hefðbundnu dimmissio á sal skólans fimmtudaginn 30. apríl. Menning og saga blökkumanna í stórborgum Bandaríkjanna var hópnum greinilega hugleikin og búningarnir í samræmi við það. Nemendur höfðu reyndar byrjað nóttina áður með því að heimsækja nokkra kennara og fengu víst misjafnar viðtökur.

Að loknu sprelli á göngum og í skólastofum var komið að dagskrá á sal.  Boðið var upp á stuttmynd um lífið í skólanum og þar gerðu útskriftarnemendur létt grín að kennurum sínum og öðrum starfsmönnum skólans.  Síðan fór fram verðlaunaafhending en þar fékk útskriftarhópurinn langþráð tækifæri til að veita kennurum sínum viðurkenningar fyrir frammistöðu sína.  M.a. komu þar við sögu fyndnasti kennarinn, heitasti kennarinn og heitasta kennslukonan, strangasti kennarinn, besta mötuneytiskonan, seinasti kennarinn, besti pabbinn og uppáhalds kennarinn.  Hápunkturinn var svo að sjálfsögðu valið á besta kennaranum en það var hinn knái efnafræðikennari Guðmundur Grétar Karlsson sem hlaut heiðurinn að þessu sinni.

Um kvöldið er síðan hin svokallaða síðasta kvöldmáltíð en þá borða útskriftarnemendur og starfsólk skólans saman og gera sér glaðan dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024