Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Trylltur flugfarþegi settur í bönd
Miðvikudagur 13. apríl 2005 kl. 20:25

Trylltur flugfarþegi settur í bönd

Kona á sextugsaldri trylltist um borð í flugvél Icelandair sem var á leið til Orlando á dögunum. Fréttavefur RÚV greindi frá þessu í dag. Sýndi konan ógnandi hegðun nánast alla leiðina og sló meðal annars til farþega. Að lokum var hún óluð niður í sæti og við komuna til Orlando var hún yfirheyrð af alríkislögreglumönnum.

Konunni, sem er íslensk, var sleppt að loknum yfirheyrslum hið ytra en hún kemur heim í lögreglufylgd.

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024