Tryggja skal fulla þjónustu á skurðstofum HSS allan sólarhringinn allt árið
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) lýsir ánægju með að loks skuli hilla undir lok framkvæmda við 3ju hæð D-álmu við HSS. Endurnýjun skurðstofa og aukið rými mun án efa gefa HSS aukin sóknarfæri og auka þjónustu við íbúa Suðurnesja frá því sem verið hefur. Mikilvægt er að tryggja að framlög á fjárlögum sem standi undir aukinni starfsemi og tryggi fulla þjónustu á skurðstofum allan sólarhringinn allt árið. Hlutverk D-álmu hefur breyst frá því að vera hjúkrunardeild fyrir aldraða við sjúkrahúsið, í það að efla almenna sjúkrahúsþjónustu við íbúana og því er mikilvægt að nú þegar verði gefið framkvæmda og rekstrarleyfi fyrir byggingu og rekstri nýs hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ. Jafnframt verði rekstur Víðihlíðar og annarra hjúkrunarheimila á Suðurnesjum tryggður. Framboð hjúkrunarrýma er í algjöru lágmarki Suðurnesjum í samanburði við önnur svæði.
Mikilvægt er að samkomulag sem sveitarstjórnir á Suðurnesjum gerðu við fyrrverandi heilbrigðisráðherra sé í fullu gildi þrátt fyrir að nýir einstaklingar taki við starfi ráðherra heilbrigðismála.
Um nokkuð skeið hafa verið í gildi samningar milli ríkisins og reynslusveitarfélaga um rekstur heilsugæslu s.s. á Höfn í Hornarfirði og á Akureyri. Telur aðalfundurinn að nú liggi fyrir nægjanleg reynsla til þess að heimila öðrum sveitarfélögum, sem þess óska, að yfirtaka rekstur heilsugæslu með samningi milli ríkisins og viðkomandi sveitarfélags. Skorar fundurinn á ríkisvaldið að verða við slíkum óskum.
Þetta kemur fram í samþykkt aðalfundar SSS frá síðustu helgi.
Mikilvægt er að samkomulag sem sveitarstjórnir á Suðurnesjum gerðu við fyrrverandi heilbrigðisráðherra sé í fullu gildi þrátt fyrir að nýir einstaklingar taki við starfi ráðherra heilbrigðismála.
Um nokkuð skeið hafa verið í gildi samningar milli ríkisins og reynslusveitarfélaga um rekstur heilsugæslu s.s. á Höfn í Hornarfirði og á Akureyri. Telur aðalfundurinn að nú liggi fyrir nægjanleg reynsla til þess að heimila öðrum sveitarfélögum, sem þess óska, að yfirtaka rekstur heilsugæslu með samningi milli ríkisins og viðkomandi sveitarfélags. Skorar fundurinn á ríkisvaldið að verða við slíkum óskum.
Þetta kemur fram í samþykkt aðalfundar SSS frá síðustu helgi.