Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tryggja hagsmuni starfsfólks
Miðvikudagur 4. nóvember 2015 kl. 11:48

Tryggja hagsmuni starfsfólks

- Arion banki tekur við af Landsbanka á Keflavíkurflugvelli

„Á næstu vikum verður lögð áhersla á það hjá Landsbankanum að tryggja sem best hagsmuni starfsfólks svo að þessar breytingar gangi sem best fyrir alla sem að málinu koma,“ segir Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ. Á dögunum var tilkynnt að Arion banki hefði hlotið hæstu einkunn í útboði um rekstur fjármálaþjónustu í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Í síðustu viku barst Landsbankanum svo formleg uppsögn á núverandi rekstrarleyfissamningi og er útlit fyrir að Landsbankinn hætti rekstri í flugstöðinni eigi síðar en 30. apríl 2016.

Landsbankinn hefur rekið útibú í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli frá opnun hennar og hafði fullan hug á að halda þeim rekstri áfram. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum var lögð mikil vinna í tilboðsgerðina og er það mat bankans að tilboð hans hafi verið afar hagstætt. Í útibúi Landsbankans í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli starfa 25 manns, þar af eru 12 fastráðnir. Að sögn Einars er þetta öflugur hópur og margt starfsfólkið hefur ára og áratugalanga reynslu af bankaþjónustu. „Við förum reglulega yfir stöðuna með starfsfólki okkar. Starfsfólkinu í Leifsstöð hefur ekki verið sagt upp störfum og engin ákvörðun hefur verið tekin um framhald mála.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024