Tryggir flugherinn sólarhringsopnun skurðstofu HSS?
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja gæti tekið að sér Sjúkrahúsþjónustu fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli þegar yfirstjórn vallarins færist yfir á hendur flughersins. Of snemmt er að segja hvort áherslubreytingar yrðu í rekstri HSS.
Í samtali við Víkurfréttir sagði Sigriður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS, að fulltrúar frá hernum og heilbrigðisstofnuninni hefðu skoðað aðstöðuna á sjúkrahúsinu með það að sjónarmiði að HSS gæti tekið að sér að þjónusta íbúa varnarsvæðisins í þeim sérgreinum sem heilbrigðisstofnunin býður upp á. „Þar sem flugher Bandaríkjanna rekur almennt ekki sjúkrahús höfum við verið í góðu sambandi við yfirmenn varnarliðsins um framhaldið hjá þeim. Það hefur líka verið samgangur milli deilda á sjúkrahúsinu hjá okkur og á Vellinum, en á næstunni munum við fá sendinefnd ofan frá til okkar. Eftir að hún kynnir sér málið frekar munu hlutirnir fara að skýrast."
Eins og flestir vita hafa kröfur Suðurnesjamanna um að skurðdeild HSS verði opin allan sólarhringinn verið háværar. Má hugsa sér að aukin umsvif sem hlytust af þjónustu við varnarsvæðið myndu enn efla þann málstað, en Sigríður vill fara varlega út í slíkar vangaveltur. „Við megum ekki fara framúr okkur í því máli, því það er svo margt sem er óvíst meðal annrs með framtíð varnarliðsins. Okkur á HSS líst hins vegar vel á ef af því verður og erum tilbúin að taka á móti fleirum."
Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir þegar hann tók við áskorun 4660 Suðurnesjamanna um umbætur í málum skurðstofunnar í apríl síðastliðnum að hann væri að reyna að finna fjármagn til að tryggja sólarhringsopnun skurðstofunnar. Þó það hafi ekki gengið eftir hingað til segir Sigríður að málið sé ekki dottið upp fyrir. „Málefni skurðstofunnar bárust meðal annars í tal þegar þingmenn Suðurkjördæmis komu allir í heimsókn til okkar í vikunni. Við erum að reyna að efla skilning stjórnvalda á mikilvægi þess að hafa skurðstofuna alltaf til taks og vonum það besta," sagði Sigríður að lokum og er næsta víst að flestir íbúar Suðurnesja geta tekið undir það.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Í samtali við Víkurfréttir sagði Sigriður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS, að fulltrúar frá hernum og heilbrigðisstofnuninni hefðu skoðað aðstöðuna á sjúkrahúsinu með það að sjónarmiði að HSS gæti tekið að sér að þjónusta íbúa varnarsvæðisins í þeim sérgreinum sem heilbrigðisstofnunin býður upp á. „Þar sem flugher Bandaríkjanna rekur almennt ekki sjúkrahús höfum við verið í góðu sambandi við yfirmenn varnarliðsins um framhaldið hjá þeim. Það hefur líka verið samgangur milli deilda á sjúkrahúsinu hjá okkur og á Vellinum, en á næstunni munum við fá sendinefnd ofan frá til okkar. Eftir að hún kynnir sér málið frekar munu hlutirnir fara að skýrast."
Eins og flestir vita hafa kröfur Suðurnesjamanna um að skurðdeild HSS verði opin allan sólarhringinn verið háværar. Má hugsa sér að aukin umsvif sem hlytust af þjónustu við varnarsvæðið myndu enn efla þann málstað, en Sigríður vill fara varlega út í slíkar vangaveltur. „Við megum ekki fara framúr okkur í því máli, því það er svo margt sem er óvíst meðal annrs með framtíð varnarliðsins. Okkur á HSS líst hins vegar vel á ef af því verður og erum tilbúin að taka á móti fleirum."
Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir þegar hann tók við áskorun 4660 Suðurnesjamanna um umbætur í málum skurðstofunnar í apríl síðastliðnum að hann væri að reyna að finna fjármagn til að tryggja sólarhringsopnun skurðstofunnar. Þó það hafi ekki gengið eftir hingað til segir Sigríður að málið sé ekki dottið upp fyrir. „Málefni skurðstofunnar bárust meðal annars í tal þegar þingmenn Suðurkjördæmis komu allir í heimsókn til okkar í vikunni. Við erum að reyna að efla skilning stjórnvalda á mikilvægi þess að hafa skurðstofuna alltaf til taks og vonum það besta," sagði Sigríður að lokum og er næsta víst að flestir íbúar Suðurnesja geta tekið undir það.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson