Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Troðfullt veski hjá bæjarstjóranum í Grindavík
Frá framkvæmdum í Grindavík á áirnu.
Mánudagur 14. desember 2015 kl. 09:51

Troðfullt veski hjá bæjarstjóranum í Grindavík

Góður rekstrarafgangur, miklar framkvæmdir og engin lántaka í Grindavík

Það virðist vera eitthvað þægilegra starfið hjá bæjarstjóranum í Grindavík en kollega hans í Reykjanesbæ miðað við tölur í reikningum bæjarins.  Bláar tölur eru áberandi. Á bæjarstjórnarfundi þann 24. nóvember sl. var fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árin 2016-2019 tekin til síðari umræðu og var hún samþykkt samhljóða. Bæjarfélagið mun samkvæmt áætlun skila hálfum milljarði króna í hagnað á næstu fjórum árum.
 
Helstu niðurstöðutölur áætlunarinnar eru þessar: Rekstrarniðurstaða A-hluta árið 2016, fyrir fjármagnsliði, er áætluð 41,7 milljónir króna í rekstarafgang. Í A- og B-hluta er rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði 148,5 milljónir í rekstarafgang.

Áætluð rekstrarniðurstaða áranna 2016-2019 er þessi í milljónum króna:

  2016 2017 2018 2019 Samtals
A-hluti 90,5 86,6 89,0 101,8 367,9
A- og B-hluti 114,3 104,7 110,5 126,8 456,3

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum eru áætlaðar í árslok 2016, 8.346,5 milljónir króna. Þar af er áætlað að handbært fé verði um 1.090,7 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 1.509,8 milljónir króna. Þar af er lífeyrisskuldbinding um 524,8 milljónir króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vaxtaberandi skuldir eru áætlaðar um 700,2 milljónir króna í árslok 2016. Þar af eru langtímaskuldir við lánastofnanir 229,7 milljónir króna. Skuldahlutfall Grindavíkurbæjar og stofnana sem hlutfall af heildartekjum er 57,0%.
Veltufé frá rekstri áranna 2016-2019 er þessi í milljónum króna:

  2016 2017 2018 2019 Samtals
A-hluti 259,6 269,3 288,9 295,4 1.113,2
A- og B-hluti 366,9 272,4 390,5 396,1 1.425,9

Afborganir langtímalána eru að jafnaði um 30 milljónir á árunum 2016-2019 sem gerir alls um 120 milljónir króna á þessu fjögurra ára tímabili.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum áranna 2016-2019 er þessi í milljónum króna:

  2016 2017 2018 2019 Samtals
A-hluti 267,8 164,1 376,8 166 974,7
A- og B-hluti 455,2 336,2 438,8 357 1.587,2

Til fjármögnunar framkvæmda og afborgana af langtímalánum, umfram það sem reksturinn stendur undir, á þessu 4 ára tímabili, mun þurfa að taka 223,2 milljónir króna af bankainnistæðu. Í upphafi árs 2016 er gert ráð fyrir að handbært fé verði um 1.224,4 milljónir króna. Á tímabilinu 2016-2019 mun markmið um að handbært fé verði aldrei lægra en 1.000 milljónir nást og í árslok 2019 er handbært fé áætlað 1.001 milljón króna.

Fjárhagsáætlun ársins 2016-2019 er unnin út frá markmiðum sem bæjarstjórn hefur sett sér en þau eru: 
Rekstur A-hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B-hluta. Engar vaxtatekjur verði nýttar til rekstrar, eingöngu til fjárfestinga eða til að auka við handbært fé Grindavíkurbæjar. Sem þýðir þá að rekstarafgangur þarf að vera meiri eða jafnmikill og vaxtatekjur.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ og kollegi hans úr Grindavík, Róbert Ragnarsson hittust fyrr á árinu fyrir körfuboltaleik í Njarðvík. Staðan hjá bæjarfélögunum er ólík.