Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Troðfullt blað af atvinnu
Föstudagur 14. ágúst 2015 kl. 13:23

Troðfullt blað af atvinnu

– fjölmörg störf í boði á Suðurnesjum

Víkurfréttir sem komu út í gær voru troðfullar af atvinnuauglýsingum sem bendir til þess að næga vinnu sé að hafa á Suðurnesjum. Störfin eru einnig fjölbreytt eins og fram kemur þegar flett er í gegnum auglýsingarnar.

Reykjanesbær auglýsir eftir leiðbeinanda í félagsstarf aldraðra. Þá vantar bæinn einnig starfsmann í Hæfingarstöðina, sem er dagþjónusta fyrir fólk með fatlanir. Háaleitisskóla á Ásbrú vantar einnig starfsfólk skóla og forfallakennara.

Isavia á Keflavíkurflugvelli auglýsir fjölmörg laus störf í blaðinu þessa vikuna. Þannin vantar Isavia þjónustuliða, hópstjóra þjónustuliða, rafeindavirkja, sérfræðing í rekstri farangurskerfa, rútubílstjóra, flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli sem m.a. sjá um snjómokstur og hálkuvarnir og þá vantar einstaklinga í vopna- og öryggisleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

IGS á Keflavíkurflugvelli vill ráða fólk í vinnu bæði í hlaðdeild og einnig í ræstingu flugvéla.

Kaffitár auglýsir eftir kaffibarþjóni í kaffihús á Stapabraut í Innri Njarðvík.

Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær auglýsa eftir tæknifulltrúa á umhverfis-, skipulags- og byggingarsviði.

ÍAV segir í auglýsingu að vegna aukinna verkefna á Suðuðrnesjum óski fyrirtækið eftir að ráða metnarðarfulla starfsmenn. Auglýst er eftir rafvirkjum og nemum, trésmiðum og nemum, tækjamönnum og byggingaverkamönnum.

Reykjanesbær auglýsir starf verkefnastjóra upplýsinga- og kynningarmála sem m.a. mun sjá um vefi Reykjanesbæjar og samskipti við fjölmiðla.

Fitjar, sem er fyrirtæki í flutningum og vörumiðlun, auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu fyrirtækisins.

Hjallastefnuskólinn Akur auglýsir eftir leikskólakennurum og þroskaþjálfum til starfa.

Bláa lónið auglýsir spennandi og fjölbreytt störf og spyr hvort þú viljir taka þátt í að gleðja gesti Bláa lónsins.

A. Óskarsson auglýsir eftir rafvirkja og verkamönnum sem eiga að hafa umsjón með umhirðu færibandakerfis.

Stolt Sea Farm á Reykjanesi auglýsir eftir starfsfólki í fiskeldi.

Gray Line Iceland auglýsir eftir starfsfólki í framtíðarstörf í ferðaþjónustu á Keflavíkurflugvelli.

Soho Catering og Fafé óskar eftir starfsfólki í ýmis störf og þá auglýsir KFC eftir vaktstjórum, starfsfólki í eldhús og afgreiðslu.

 

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024