Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Troðfullar 80 síðna lifandi Víkurfréttir
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 6. maí 2020 kl. 17:11

Troðfullar 80 síðna lifandi Víkurfréttir

Hnausþykkar 80 síðna Víkurfréttir eru komnar út og orðnar aðgengilegar á netinu. Í blaðinu eru fjölmörg viðtöl við Suðurnesjafólk austan hafs og vestan, sem og í Eyjaálfu.

Fréttaviðtal vikunnar er við Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóra Keilis. Hann segir okkur frá því sem er framundan hjá Keili en áhugi á námi er alltaf að aukast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við erum einnig með viðtal við Keflvíkinginn Sigrúnu Sævarsdóttur-Griffiths. Hún hefur búið lengi í London en hún veiktist alvarlega af COVID-19. Sigrún segir okkur frá því og þeim verkefnum sem hún er að fást við sem eru mjög áhugaverð.

Í blaðinu heyrum við einnig í Huldu Björk Stebbins sem hefur búið í Bandaríkjunum í 37 ár. Hún segir Ameríku svo stóra að þar sé alltaf hægt að finna ný ævintýri.

Keflvíkingurinn Ísak Óli er atvinnumaður í knattspyrnu í Danmörku og við heyrum í honum í blaðinu. Þar er einnig spjallað við Loga Gunnarsson sem er ekki hættur í körfuboltanum þrátt fyrir að nálgast fertugt.

Kristján Pétur Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, er í spjalli í blaði vikunnar og sagt er frá nýrri viðbyggingu sem er fyrirhuguð við skólann sem mun bæta félagsaðstöðu nemenda.

Í blöðunum okkar undanfarið hefur verið liður sem kallast Netspjall, þar sem Suðurnesjafólk svarar fjölbreyttum spurningum frá forvitnum blaðamönnum. Í þessu blaði eru nokkur þannig viðtöl.

Gróa Hreinsdóttir er organisti í Noregi og ekur líka um Ísland með ferðamenn. Við heyrðum í Gróu.

Víkurfréttir eru lifandi blað í hverri viku og þar má m.a. heyra afmælissöng til hennar Rósu sem varð 90 ára 2. maí. Við vorum þar.

Sigurður Sævarsson segir frá fimm uppáhaldsplötunum sínum og þær koma skemmtilega á óvart.

Rut Helgadóttir er að læra flug á Nýja-Sjálandi en í öllu COVID-19 veseninu fann hún sér nýtt áhugamál, sem er að baka. Hún er ein af mörgum frá Suðurnesjum sem búa í útlöndum. Það gerir líka Kristjana Dögg Jónsdóttir sem býr í Aarhus í Danmörku.

Marta Eiríksdóttir ræðir við Dagbjörtu Magnúsdóttur um dáleiðslu í blaðinu.

Við sjáum svipmyndir frá upptökum á myndbandinu við lagið Barn, þar sem Már og Iva fara á kostum. Með því að smella á spilara í blaðinu er hægt að horfa á myndbandið við lagið.

Rétt norðan við Stokkhólm í Svíþjóð býr Guðmundur Þórðarson. Hann flutti út eftir bankahrunið og segir að það sé alveg hægt að draga úr þessari neysluspennu sem er í gangi.

Ljósmyndari Víkurfrétta flaug dróna víða á Suðurnesjum í síðustu viku og árangurinn af því má sjá í nokkrum yfirlitsmyndum í blaðinu. Meðal annars má sjá syrpu mynda sem teknar voru við hverasvæðið Gunnuhver á Reykjanesi en einnig af svönum á tjörn í Suðurnesjabæ og fleiri myndir í blaðinu.

Víkurfréttir í þessari viku enda svo á lokaorðum eins af þeim 2000 sem misstu vinnuna hjá Icelandair. Þrátt fyrir atvinnumissi er hann þó brattur eins og lesa má í blaðinu.

NÝJUSTU VÍKURFRÉTTIR ERU HÉR AÐ NEÐAN!