Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Trjám stolið úr heiðinni ofan við Sandgerði
Þriðjudagur 3. júlí 2012 kl. 11:03

Trjám stolið úr heiðinni ofan við Sandgerði

Gunnhildur Ása Sigurðardóttir garðyrkjufræðingur, sem rekur gróðurstöðina Glitbrá í Sandgerði, segir farir sínar ekki sléttar á síðu fyrir Sandgerðinga á Facebook. Gunnhildur Ása hefur undanfarin ár gróðursett tré í heiðinni fyrir ofan Sandgerði. Nú er svo komið að trjám sem hún hefur gróðursett í heiðinni hefur ítrekað verið stolið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Í gegnum tíðina hef ég plantað nokkrum trjám á ári upp í heiði til að leggja mitt af mörkum við að græða landið, hefta moldrok, gera smá skjól fyrir bæinn minn, til að fegra og bara mér og vonandi öðrum einhverntíma til ánægju,“ segir Gunnhildur Ása og bætir við: „Á hverju ári verð ég fyrir gífurlegum vonbrigðum þar sem ég sé auðar holur þar sem eitthvert tréð stóð tignarlegt og allt upp í 1,5m á hæð árið áður. Í kvöld (mánudagskvöld) fór ég í mína árlegu gróðursetningarferð upp í heiði en þetta kvöld kom ég með trén mín aftur heim. Ég plantaði ekki mörgum trjám í fyrra, bara fjórum en þau voru í stærri kantinum 3-4 ára tré og það er búið að stela þeim. Ég get engan vegin skilið afhverju þetta fær ekki að vera í friði? Ég var svo vitlaus að halda að þetta væri greiði við okkur öll! Vonandi kemur sá tími að við hættum að hugsa bara um sjálf okkur og lærum að deila og njóta,“ segir Gunnhildur Ása á Facebook-síðu Sandgerðinga.



Gunnhildur Ása Sigurðardóttir garðyrkjufræðingur hefur gróðursett tré í heiðinni ofan við Sandgerði. Trjám sem hún gróðursetur er hins vegar stolið. Á myndinni að ofan eru trjáplöntur við gróðurstöð hennar í Sandgerði. Myndir af Facebook.