Föstudagur 21. júlí 2006 kl. 14:19
Trillan náðist á flot
Trillan sem strandaði út á Garðskagaflös í morgun, náðist á flot á hádegisflóðinu með aðstoð lögreglu og félaga úr björgunarsveitunum í Garði og Sandgerði.
Báturinn er nú á leið til hafnar.
Sif 7429 var leið heim úr róðri þegar óhappið varð en engin hætta var talin vera á ferðum.