Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 4. apríl 2004 kl. 13:01

Trilla strandaði utan við Sandgerði

Engan sakaði þegar lítil gráslepputrilla með einum manni um borð strandaði á skeri fyrir utan Nýlendu sem er skammt sunnan við Sandgerði. Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði ásamt björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein voru kölluð út kl. 18:03 í dag og fóru björgunarsveitarmenn með léttan slöngubát á vettvang sem get tekið trilluna í tog þannig að hún losnaði af skerinu.
Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein var þá skammt undan ef þörf hefði verið fyrir meiri aðstoð sem ekki reyndist vera. Aðgerðum björgunarsveitarmanna var lokið á sjöunda tímanum í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu var lítil hætta á ferðum enda blíðskaparveður á þessum slóðum og enginn leki kom að trillunni, að því er segir í frétt mbl.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024