Trilla strandaði í Grindavíkurhöfn í nótt
Trillan Birgir RE 323, strandaði í innsiglingu í Grindavíkurhöfn í nótt. Mikil þoka var í Grindavík þegar trillan strandaði og hitti áhöfnin því ekki í innsiglingarleiðina.Björgunarbáturinn Oddur Gíslason frá Grindavík kom trillunni til aðstoðar og dró hana á auðan sjó. Verið er að kanna skemmdir á Birgi eftir óhappið.Innsiglingarleiðin í Grindavíkurhöfn er mjög erfið og stranda bátar oft í innsiglingunni. Sl. mánudag strandaði 150 tonna stálbátur, Sindri GK 42, á sama stað, en lóðsbátur hafnarinnar dró hann í burtu. Sindri GK er nokkuð dældaður eftir strandið.