Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 18. október 2001 kl. 15:54

Tregur afli í Grindavík

Um 365 tonn bárust á land í Grindavík í síðustu viku og voru togskipin með 185 tonn afþeim afla. Þuríður Halldórsdóttir var með 58 tonn, mest karfa. Línubátar lönduðu 164 tonnum og var Hrungnir með mestan afla eða 55 tonn.
Afli hjá netabátum er tregur að sögn Sverris Vilbergssonar, hafnarstjóra hjá Grindavíkurhöfn. „Bátarnir hafa nú sumir fært sig inn í Faxaflóa, en svo virðist sem afli sé tregur þar líka.
Hrafn Sveinbjarnarson landaði frystum afurðum á þriðjudag og er verðmæti aflans rúmar 60 milljónir, að sögn Sverris. Auk þess lönduðu Sturla og Þuríður Halldórsdóttirum 60 tonnum hvor. Línuskipið Freyr kom með 50-55 tonn og Þorsteinn GK var með 12-15 tonn. Oddgeir landaði um 20 tonnum sl. mánudag.
„Síldveiðar hafa gengið treglega að undanförnu og engin síld hefur borist til Grindavíkur á þessu hausti. Vonandi fer að verða breyting þar á, því hjá Samherja-Fiskimjöli og Lýsi er hugmyndin sú að flaka og frysta síld. Vonandi förum við að sjá hlaðin síldarskip koma til hafnar á næstunni til að lífga aðeins uppá lífið við höfnina“, segir Sverrir að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024