Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tré skemmd í Vatnsholti
Fimmtudagur 24. febrúar 2005 kl. 13:15

Tré skemmd í Vatnsholti

Svo virðist sem skemmdir hafi verið unnar á „rómantíska svæðinu" við Vatnsholt í Reykjanesbæ. Búið er að saga af greinar og tálga greinar á trjám í skóginum svo verulega sér á. Einnig eru glerbrot á svæðinu.
Starfsólk leikskóla í Reykjanesbæ bentu Víkurfréttum á skemmdirnar og sagði ein starfstúlkan að leikskólabörnunum hafi brugðið þegar þau sáu skemmdirnar. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti myndum af svæðinu og í ljós kom að mörg trjánna eru illa farin.

VF-mynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024