Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Travolta væntanlegur með morgninum
Föstudagur 9. ágúst 2002 kl. 01:56

Travolta væntanlegur með morgninum

Hinn heimsfrægi leikari John Travolta er væntanlegur á Boeing 707 þotu sinni til Keflavíkurflugvallar með morgninum. Travolta er á flugi umhverfis jörðina sem hófst 1. júlí með flugi frá Los Angeles í Bandaríkjunum til Auklands á Nýja Sjálandi. Aðrir áfrangastaðir í heimsyfirreið leikarans eru Sydney, Melbourne og Perth í Ástralíu, Singapore, Hong Kong, Tókyó, London, Róm, París, Frankfurt og New York. Viðkomustaðurinn Keflavík vekur því óneitanlega athygli.John Travolta, sem er 48 ára gamall, á að baki um 5000 flugtíma frá árinu 1981. Hann flýgur sjáldur Boeing 707 þotu sinni sem er merkt og máluð í upprunalegum litum ástralska Quantas flugfélagsins. Heimsreisa leikarans nefnist Spirit Of Friendship.
Upphaflega reyndi leikarinn að taka á leigu 29 herbergi á Hótel Keflavík yfir eina nótt fyrir sig og fylgdarlið en leikarinn mun gista á Örkinni í Hveragerði næstu nótt samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024