Travolta fékk ekki inni á Hótel Keflavík -lendir í Keflavík á föstudaginn
Súperstjarnan John Travolta lendir á Keflavíkurflugvelli á föstudag með um eitthundrað manna fylgdarlið. Umboðsmaður Travolta hafði samband við Hótel Keflavík og vildi fá inni á hótelinu fyrir sig og sitt fólk, alls 29 herbergi í eina nótt en því miður var hótelið nær fullbókað. Travolta fékk gistingu á Hótel Örk og mun gista þar eina nótt.
„Það sofa ekki allir hjá mér“, sagði Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótels Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir nú rétt áðan. „Nei, í fullri alvöru hefði auðvitað verið skemmtilegt að fá kappann en því miður var það of mikið mál að koma því í kring þar sem hótelið er nær fullbókað“, sagði Steinþór.
Travolta hafði heyrt af Hótel Keflavík og það var hans fyrsta ósk að gista þar m.a. vegna nálægðar við flugvöllinn.
Travolta lendir einkavél sinni sem er Boeing 707 en hann flýgur henni um heim sem sérstakur „sendiherra“ flugfélagsins Quantas en verkefnið kallast „Spirit of Friendship“.
„Það sofa ekki allir hjá mér“, sagði Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótels Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir nú rétt áðan. „Nei, í fullri alvöru hefði auðvitað verið skemmtilegt að fá kappann en því miður var það of mikið mál að koma því í kring þar sem hótelið er nær fullbókað“, sagði Steinþór.
Travolta hafði heyrt af Hótel Keflavík og það var hans fyrsta ósk að gista þar m.a. vegna nálægðar við flugvöllinn.
Travolta lendir einkavél sinni sem er Boeing 707 en hann flýgur henni um heim sem sérstakur „sendiherra“ flugfélagsins Quantas en verkefnið kallast „Spirit of Friendship“.