Travolta enn á klakanum
John Travolta er ennþá á Íslandi. Flugvél kappans, gömul Boeing 707 undir merkjum Qantas-flugfélagsins, stendur ennþá á flughlaðinu við aðstöðu Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli.
Travolta og fylgdarlið lenti í Keflavík um kl. 21 í gærkvöldi og fór goðsögnin í félagi við aðra á tveimur bílum úr af flugvallarsvæðinu og ók í gegnum Ásbrú þar sem bílarnir hurfu út í náttmyrkrið í gærkvöldi. Einu fréttirnar sem hafa fengist er að Travolta fari af landi brott síðdegis.
Myndir: Flugvél Travolta, Jett Clipper Ella, á Keflavíkurflugvelli fyrir fáeinum mínútum. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson