Trampolín fauk á tvo bíla og skemmdi þá
Eitt þeirra mörgu trampolína sem fuku af stað í hvassviðrinu á Suðurnesjum um helgina lenti á tveimur bílum og skemmdi þá talsvert. Lögreglan á Suðurnesjum hafði á tímabili í nógu að snúast við að hefta för þessara fljúgandi muna og koma þeim tryggilega fyrir svo ekki hlytust frekari óhöpp af þeirra völdum.