Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 13. apríl 2000 kl. 17:11

Trabbinn sá versti!

Reynir Sveinsson er maður vikunnar í VíkurfréttumNafn: Reynir Sveinsson Fæddur hvar og hvenær: 2. júní 1948 í Sandgerði Stjörnumerki: Tvíburi Atvinna: Forstöðumaður Fræðaseturs í Sandgerði Laun: Sæmileg Maki: Guðmundína Þorbjörg Kristjánsdóttir Börn: Gísli 25 ára, Sigríður 20 og Guðbjörg 15 ára Bifreið: Peugeot 1999, ljón á veginum Besti bíll: Honda Accord Versti bíll: Ég átti einu sinni Trabbbbaanntttt Uppáhaldsmatur: Humar í rjómasósu eins og konan mín eldar Versti matur: Er ekki matvandur, en matur er misjafnlega góður Besti drykkur: Köld mjólk, en á góðri stundu eru aðrir drykkir betri Skemmtilegast: Að vera með fjölskyldunni Leiðinlegast: Þegar ekkert er skemmtilegt Gæludýr: Hefðarkötturinn Skuggi og hávaðasamur páfagaukur Skemmtilegast í vinnunni: Að kynnast fjölda fólks sem kemur í Fræðasetrið Leiðinlegast í vinnunni: Það er ekki neitt leiðinlegt Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Heiðarleika og jákvæðni En verst: Neikvæðni Draumastaðurinn: Heima og sumarbústaðurinn Uppáhalds líkamshluti á konum: Augu og andlit Fallegasta kona fyrir utan maka: Ég sé alltaf eitthvað fall-egt við allar konur Spólan í tækinu: Horfi sjaldan á videó Bókin á náttborðinu: Við opið haf. Saga Miðneshrepps Uppáhalds blað/tímarit: Morgunblaðið Besti stjórnmálamaðurinn: Davíð Oddsson Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Fréttir Íþróttafélag: Ég er antisportisti, en styð Reyni í Sandgerði Uppáhaldskemmtistaður: Þar sem er skemmtilegt fólk Þægilegustu fötin: Sem ég er í hverju sinni Framtíðaráform: Að láta gott af mér leiða fyrir Fræðasetrið Spakmæli: Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024