Toyota skrifar undir þriggja ára styrktarsamning við Bláa Herinn
Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, opnaði í dag, 21.október, sýningu hjá Toyota Kópavogi þar sem Hybrid tæknin og áherslur Toyota í umhverfismálum var kynnt. Við þetta tilefni skrifaði Magnús Kristinsson, eigandi Toyota á Íslandi, undir þriggja ára styrktarsamning við umhverfissamtökin Bláa Herinn sem gerir samtökunum kleift að hefja hreinsunarátakið Hreinn ávinningur sem felst í því að hreinsa umhverfi og náttúru landsins af rusli og óþarfa mengun sem koma má í endurvinnslu. Einnig undirritaði Stefán Bjarkarson fyrir hönd Reykjanesbæjar viljayfirlýsingu við Bláa Herinn um framlengingu á samstarfi við samtökin á sviði umhverfismála.
Stór þáttur í starfi Bláa Hersins er fræðslustarf en undanfarin ár hefur Tómas J. Knútsson framkvæmdastjóri samtakanna heimsótt þúsundir grunnskólabarna og frætt þau um mikilvægi þess að ganga vel um landið. Blái Herinn hefur á umliðnum árum staðið fyrir hreinsunarátaki á Reykjanesi og skilað í endurvinnslu yfir 5.000 tonnum af brotajárni, yfir 100 tonnum af ýmisskonar rusli, þar af 40 tonnum úr höfnum og af sjávarbotni. Í sumar stóð Blái Herinn fyrir átaki og safnaði á einni viku yfir 20 tonnum af rafgeymum sem lágu á víðavangi en slíkt magn samsvarar um 40% af ársbirgðum af rafgeymum sem teknir eru í notkun árlega á Reykjanesinu að sögn Tómasar.
“Hreinsunarátakið Hreinn ávinningur felst í því að almenningi, grunnskólabörnum, íþrótta og æskulýðsfélögum verður boðið að taka þátt í skilgreindum hreinsunarverkefnum á ákveðnum svæðum þar sem fólk tekur saman höndum og hreinsar til í sinni heimabyggð og kemur því sem safnast í endurvinnslu eða fargar á viðunnandi hátt” að sögn Tómasar. “Lykilatriði í fræðslustarfi Bláa Hersins er að virkja fólk til þátttöku því þannig taki fólk ábyrgð og tryggi góða umgengni um sitt eigið umhverfi og náttúru. Slíkt er hreinn ávinningur fyrir okkur öll” að sögn Tómasar.
“Ástæða þess að Toyota styrkir Bláa Herinn er fyrst og fremst árangur samtakanna undir stjórn Tómasar Knútssonar á liðnum árum þar sem verkin hafa svo sannarlega talað sínu máli” að sögn Magnúsar Kristinssonar. Slíkur drifkraftur sem einkennt hefur starfsemi Bláa Hersins á ákaflega vel við stefnu Toyota sem stefnir að því að framleiða bíla sem menga ekki neitt, hvorki við framleiðslu, notkun eða förgun og eru að fullu umhverfisvænir”.
Ýmsar uppákomur voru í boði á Hybrid sýningunni sem umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, opnaði. Rebekka Guðleifsdóttir sýndi ljósmyndir úr seríunni ,,Tvinn” og fulltrúar Orkuseturs kenndu gestum að nota reiknivél á netinu sem reiknar út orkuþörf, rekstrarkostnað og útblástursmengun bifreiða. Frekari upplýsingar um starfsemi Bláa Hersins er að finna á nýrri heimasíðu samtakanna en vefslóðin er www.blaiherinn.is.
Stór þáttur í starfi Bláa Hersins er fræðslustarf en undanfarin ár hefur Tómas J. Knútsson framkvæmdastjóri samtakanna heimsótt þúsundir grunnskólabarna og frætt þau um mikilvægi þess að ganga vel um landið. Blái Herinn hefur á umliðnum árum staðið fyrir hreinsunarátaki á Reykjanesi og skilað í endurvinnslu yfir 5.000 tonnum af brotajárni, yfir 100 tonnum af ýmisskonar rusli, þar af 40 tonnum úr höfnum og af sjávarbotni. Í sumar stóð Blái Herinn fyrir átaki og safnaði á einni viku yfir 20 tonnum af rafgeymum sem lágu á víðavangi en slíkt magn samsvarar um 40% af ársbirgðum af rafgeymum sem teknir eru í notkun árlega á Reykjanesinu að sögn Tómasar.
“Hreinsunarátakið Hreinn ávinningur felst í því að almenningi, grunnskólabörnum, íþrótta og æskulýðsfélögum verður boðið að taka þátt í skilgreindum hreinsunarverkefnum á ákveðnum svæðum þar sem fólk tekur saman höndum og hreinsar til í sinni heimabyggð og kemur því sem safnast í endurvinnslu eða fargar á viðunnandi hátt” að sögn Tómasar. “Lykilatriði í fræðslustarfi Bláa Hersins er að virkja fólk til þátttöku því þannig taki fólk ábyrgð og tryggi góða umgengni um sitt eigið umhverfi og náttúru. Slíkt er hreinn ávinningur fyrir okkur öll” að sögn Tómasar.
“Ástæða þess að Toyota styrkir Bláa Herinn er fyrst og fremst árangur samtakanna undir stjórn Tómasar Knútssonar á liðnum árum þar sem verkin hafa svo sannarlega talað sínu máli” að sögn Magnúsar Kristinssonar. Slíkur drifkraftur sem einkennt hefur starfsemi Bláa Hersins á ákaflega vel við stefnu Toyota sem stefnir að því að framleiða bíla sem menga ekki neitt, hvorki við framleiðslu, notkun eða förgun og eru að fullu umhverfisvænir”.
Ýmsar uppákomur voru í boði á Hybrid sýningunni sem umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, opnaði. Rebekka Guðleifsdóttir sýndi ljósmyndir úr seríunni ,,Tvinn” og fulltrúar Orkuseturs kenndu gestum að nota reiknivél á netinu sem reiknar út orkuþörf, rekstrarkostnað og útblástursmengun bifreiða. Frekari upplýsingar um starfsemi Bláa Hersins er að finna á nýrri heimasíðu samtakanna en vefslóðin er www.blaiherinn.is.