Torkennilegur pakki finnst í Herstöðinni á Keflavíkurflugvelli
Keflavíkurflugvelli hefur verið lokað eftir að torkennilegur pakki fannst í Herstöðinni. Langar bílaraðir eru beggja vegna við Aðalhlið Keflavíkurflugvallar og engum hleypt inn á svæðið, né út af því. Samkvæmt upplýsingamiðstöð Varnarliðsins fannst grunsamlegur pakki, en frekari upplýsingar var ekki að hafa. Ekki hafði borist sprengjuhótun.Myndin var tekin við aðalhlið Keflavíkurflugvallar rétt fyrir kl. 11