Torkennilegur pakki á Keflavíkurflugvelli
Sprengjuleitarbíll Landhelgisgæslunnar var sendur til Keflavíkurflugvallar um kl. tvö í dag en samkvæmt upplýsingum varðstjóra lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli var bíllinn kallaður til eftir að torkennilegur kassi sást við eina byggingu Varnarliðsins.Nánari upplýsingar hefur ekki verið hægt að fá um málið.