Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Torfæruhjólafólk fjölmennti við lögreglustöðina
Laugardagur 15. mars 2008 kl. 22:03

Torfæruhjólafólk fjölmennti við lögreglustöðina

Nokkur fjöldi eigenda torfæru- og fjórhjóla mætti framan við lögreglustöðina í Keflavík í dag til að fá áheyrn varðstjóra. Vildi hjólafólkið vekja athygli lögreglu og annarra á aðstöðuleysi þeirra sem stunda þessa tegund mótorsports.

Fyrr í dag höfðu lögreglumenn afsktipi af fólki sem hugðist aka torfæruhjólum sínum í Sandvík á Reykjanesi en þar var samankominn nokkur fjöldi bifhjólafólks. Fólkinu var vísað frá Sandvíkinni.

Nokkrir þeirra sem voru í Sandvík komu til lögreglustöðvarinnar í Keflavík þar sem þeir ræddu frekar við lögregluna um þær takmarkanir sem notkun torfæruhjóla er bundin og um aðstöðuleysið sem háir eigendum slíkra tækja. Í ljósi þessa finnst lögreglunni vert að taka fram að tæki sem þessi mega einungis vera á þar tilgerðum afmörkuðum svæðum sem eru viðurkennd af yfirvöldum. Slíkt svæði er ekki til staðar sem stendur á Suðurnesjum en torfæruhjólabrautin við Sólbrekku við Seltjörn mun vera ónothæf vegna framkvæmda sem þar standa yfir á akstursíþróttasvæði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttamyndir: Frá lögreglustöðinni í Keflavík í dag.