Torfæran verður á morgun!
Torfærukeppnin í Stapafelli, sem átti að aflýsa, mun fara fram samkvæmt áætlun.
Sparisjóður Keflavíkur hefur tekið ákvörðun um að útvega þær 25 milljónir króna sem vantaði í tryggingu vegna tollafgreiðslu farartækja sem erlendu keppendurnir nota.
Seinni partinn í dag tilkynnti Garðar Gunnarsson, formaður Akstursíþróttafélags Suðurnesja, blaðamanni Víkurfrétta að keppnin færi ekki fram en nú er unnið að því að ganga frá öllum lausum endum til að hægt sé að leysa bílana út úr tollinum.
Keppnin hefst kl. 11 í Stapafelli þar sem um 20 aðilar keppa í götubílaflokki og flokki sérútbúinna bíla
VF-mynd/JAK