Toppurinn byggir
Fyrsta skóflustungan að nýrri verslunar- og þjónustubyggingu við Njarðarbraut 11, var tekin sl. laugardag. Fyrirtækið Toppurinn stendur að byggingu þess.Húsið verður á tveimur hæðum, 3000 fermetrar að stærð og lóðin mun rúma mikinn fjölda bílastæða. Teikningar af húsinu verða fullkláraðar eftir nokkrar vikur. Af frumdrögunum að dæma, verður húsið mjög glæsilegt.Að sögn Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra Toppsins, er langvarandi skortur á slíku húsnæði á Suðurnesjum, ástæðan fyrir byggingu þess. Auk þess hafa fyrirtæki af Reykjavíkursvæðinu sýnt því áhuga að hasla sér völl í Reykjanesbæ. „Svæðið hentar vel slíku húsnæði enda er auglýsinagildi þess mikið við Reykjanesbrautina og aðkoma að því mjög greið“, segir Vilhjálmur.Það er Eignamiðlun Suðurnesja sem verður með húsið í einkasölu, en það mun verða selt í smærri einingum eftir því sem við á.