Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Topp 10 fréttir ársins: Líkamsárás í kjölfar deilna um hryðjuverkaárásina í Útey
Föstudagur 30. desember 2011 kl. 15:53

Topp 10 fréttir ársins: Líkamsárás í kjölfar deilna um hryðjuverkaárásina í Útey

Frétt okkar frá því í lok júlí um líkamsárás í Grindavík vakti mikla athygli og óhug margra. Í kjölfar harmleiksins í Útey í Noregi kviknuðu upp miklar deilur milli aðila í Grindavík sem enduðu á vofveiglegan hátt.

Í fréttinni sem var sú fjórða mest lesna á árinu á vef VF segir m.a.:

„Líkamsárás átti sér stað í Grindavík um helgina að því er virðist í kjölfar deilna á samskiptasíðunni facebook sem tengjast fjöldamorðunum í Noregi. Árásin var kærð til lögreglu sem lítur málið alvarlegum augum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Málið atvikaðist þannig að maður um sextugt sem er fyrrum kennari í Grindavík tjáði sig um árásirnar sem áttu sér stað í Noregi síðastliðinn föstudag á facebook-síðu sinni sem var öllum opin. Maður á fertugsaldri sem samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta er fyrrverandi nemandi mannsins, tjáði sig einnig um málið þar sem hann lýsti sig sammála aðgerðum fjöldamorðingjans Anders Behring. Jafnframt viðurkenndi maðurinn að hann væri yfirlýstur nasisti og rasisti. Deilurnar íþyngdust á Facebook- síðunni og þróuðust þannig að árásarmaðurinn hótaði fyrrverandi kennara sínum og fjölskyldu hans“.

Fréttina má lesa í heild sinni með því að smella hér