Topp 10 fréttir ársins: Dýrasti sopi ársins
Við höldum áfram að gera upp árið 2011 í fréttum hér á vef Víkurfrétta með því að fara yfir 10 vinsælustu fréttir okkar. Fréttirnar voru fjölbreyttar og var fjallað um allt milli himins og jarðar eins og fram mun koma í upptalningu okkar fram að áramótum.
Sú frétt sem hafnaði í 8. sæti yfir mest lesnu fréttir ársins 2011 á vef Víkurfrétta fjallar um leit lögreglu að barni í Grindavíkurhrauni eftir bílveltu í apríl síðastliðnum. Lesa má fréttina hér að neðan.
Leituðu að barni í Grindavíkurhrauni eftir bílveltu
Sjöunda vinsælasta frétt ársins kom á vefinn þann 15. janúar og þá var greint frá þekktum útgerðarmanni sem keypti sér brjóstbirtu fyrir 700 þúsund krónur í Fríhöfninni í Leifssstöð. Dýrindis vískí- og koníaksflöskur sem höfðu ekki selst í Fríhöfninni í yfir 15 ár. Ekki einu sinni í góðærinu. Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan.
Útgerðarmaður keypti dýrustu viskí- og koníaksflöskurnar í Fríhöfninni