Topp 10 fréttir ársins: Barn í svitakófi í bíl og Guðbrandur segir af sér
Við höldum áfram að gera upp árið 2011 í fréttum hér á vef Víkurfrétta með því að fara yfir 10 vinsælustu fréttir okkar. Fréttirnar voru fjölbreyttar og var fjallað um allt milli himins og jarðar eins og fram mun koma í upptalningu okkar fram að áramótum.
Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar og A-listans í Reykjanesbæ sagði sig úr Samfylkingunni. Hann sendi formanni flokksins, Ólafi Thordersen, bréf þessa efnis og nefnir þar nokkur atriði ástæðu úrsagnar sinnar eins og sjá má í fréttinni hér að neðan.
Guðbrandur segir sig úr Samfylkingunni
Svo var greint frá því þegar tilkynnt var um ungabarn sem skilið hafði verið eftir bundið í bílstól í bifreið utan við veitingahúsið. Þegar lögreglumenn komu á vettvang perlaði sviti af barninu og það var rautt í andliti af hita en sólin skein inn um rúður bílsins og í andlit barnsins.
Svitinn perlaði af ungabarni sem var lokað í bíl við Hafnargötu