Topp 10 fréttir ársins: Á nærbuxum í óveðri og nemendur ofgera sér í Skólahreysti
Nú gerum við upp árið 2011 í fréttum hér á vef Víkurfrétta með því að fara yfir 10 vinsælustu fréttir okkar. Fréttirnar voru fjölbreyttar og var fjallað um allt milli himins og jarðar eins og fram mun koma í upptalningu okkar fram að áramótum.
Í 10. sæti var fjallað um það þegar að Örvar Kristjánsson körfuboltaþjálfari læsti sig út á nærbuxunum í óveðri.
Hér má sjá fréttina sem birt var 11. febrúar
9. mest lesna fréttin á vef okkar á árinu segir frá því þegar að tveir nemendur Heiðarskóla voru fluttir á sjúkrahús í kjölfar þess að liðið hafði yfir þá eftir þátttöku í undankeppni fyrir skólahreysti. Þriðji nemandinn leið einnig útaf í skólanum en hresstist fljótt aftur og þurfti ekki á sjúkrahús.
Hér má sjá fréttina sem birtist 2. desember