TOPP 10 á VF: Nú á Jónas trampólín
– Tíu vinsælustu þræðir á vef Víkurfrétta 2015
Sumir láta viðvaranir sem vind um eyru þjóta. Í gær voru eigendur trampólína sérstaklega hvattir til að koma þessum sumarleiktækjum í öruggt skjól.
Í Sandgerði hefur einhver ekki hlustað á þessi tilmæli og þar hefur trampólín tekist á loft og valdið eignatjóni.
Kristinn Ingi Hjaltalín birtir þessa mynd úr Sandgerði á fésbókinni í morgun með þeim orðum að nú eigi Jónas trampólín.
Efnið er það 2. mest skoðaða á vef Víkurfrétta á árinu 2015.
SJÁ FRÉTTINA HÉR