TOPP 10 á VF: Eyrún Jónsdóttir missti 43 kíló
– Tíu vinsælustu þræðir á vef Víkurfrétta 2015
Eyrún Jónsdóttir er 33 ára gömul Grindavíkurmær og vörumerkjastjóri hjá Íslensk Ameríska. Hún hafði aldrei verið grönn sem barn og unglingur en svo fór að síga á ógæfuhliðina og kílóunum fjölgaði jafnt og þétt. Sumarið 2012 var hún komin í andlegt og líkamlegt þrot og farin að einangra sig sem gerði það að verkum að hún tók af skarið og skráði sig í einkaþjálfun. Við tók lífsstílsbreyting og Eyrún er í dag 43 kílóum léttari – og brosir að eigin sögn mun meira en nokkurn tímann áður.
Efnið er það 10. mest skoðaða á vef Víkurfrétta á árinu 2015.
SJÁ VIÐTALIÐ HÉR