Tónlistarskólinn seldur
Reykjanesbær hefur selt húsnæði sem áður hýsti Tónlistarskóla Reykjanesbæjar við Austurgötu.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku gagntilboð upp á 33 milljónir og tuttugu þúsund krónur og hefur falið bæjarstjóra að ganga frá sölunni.
Bærinn hafði áður selt húsnæði sem hýsti tónlistarskólann við Þórustíg í Njarðvík. Þar er nú rekið gistiheimili.