Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 23. október 2001 kl. 10:29

Tónlistarskólakennarar í verkfalli, 600 nemendur fá ekki kennslu

Tónlistarskóla kennarar boðuðu til verkfalls sl. mánudag og hefur kennsla í tónlistarskólum landsins legið niðri síðan þá. Að sögn Haraldar Árna Haraldssonar, tónlistarskólastjóra í Reykjanesbæ er enn pattstaða í málinu. Ekkert markvisst gerðist á fundi tónlistarskólakennara og ríkissáttarsemjara í gær. „Allir tónlistarskólakennarar hafa lagt niður vinnu sem þýðir að öll hljóðfærakennsla í skólunum liggur niðri, sömuleiðis forskólakennsla 1. og 2. bekkja nemenda og öll kennsla inni í tónlistarskólanum.“ Liðlega 600 nemendur eru í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en Haraldur vonast til þess að verkfallið leysist fljótt og vel svo nemendur skólans geti sótt kennslu að nýju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024