Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 3. apríl 2002 kl. 10:40

Tónlistarhöll á Samkaupssvæðið

Á 192. fundi Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær var fjallað um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar þar sem hið svokallað Samkaupssvæði var til umræðu og fyrir lágu teikningar frá Batteríinu arkitektastofu, um drög að deiliskipulagiskipulag svæðisins.Jóhann Geirdal (S) hóf umræðuna og sagði að aldrei hefði verið fallið frá þeirri hugmynd í bæjarstjórn, að byggja tónlistarhús og tónlistarskóla á svæðinu, og því fyndust honum þessar hugmyndir um íbúðarbyggð þarna ekki samræmast fyrri hugmyndum. Skúli þ. Skúlason (B) tók í sama streng en sagði að deiliskipulag fyrir svæðið frá Reykjaneshöllinni og niður að sjó væru jafnvel hugsað sem nýr miðbæjarkjarni sameiginlega sveitafélagsins. Björk Guðjónsdóttir (D) kom í pontu og sagði sína skoðun á því að það væri ekki nógu mikill metnaður í arkitektúr á svæðinu og því ekki hugað að því að gera bæinn fjölbreyttari byggingalega séð. Jóhann Geirdal (S) tók aftur til máls og nú til að minna á þá hugmynd sína og skoðun að það ætti að vera samkeppni um deiliskipulag svæðisins. Kjartan Már Kjartansson (B) tók síðastur til máls og sagði að menn skildu flýta sér hægt í skipulagningu svæðisins og vanda sig þeim mun meira. Hann benti á að svæðið ætti bara eftir að verða verðmætara og Reykjanesbær væri eitt fárra sveitafélaga með svona stórt autt svæði inni í miðjum bæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024