Tónleikar um Elly Vilhjálms í Hljómahöll
- söngvaskáld á Suðurnesjum fara yfir feril Ellyjar
	Söngdívan Elly Vilhjálmsdóttir verður til umfjöllunar á tónleikum Söngvaskálda á Suðurnesjum í Hljómahöll nk. fimmtudaginn 7. mars en þar verður sagt frá uppvexti hennar á Merkinesi í Höfnum og ævintýralegum söngferli.
	
	Þá kemur við sögu samstarf hennar við bróður sinn Vilhjálm eða Villa Vill, einn ástsælasta söngvara þjóðarinnar en þau sungu saman lög inn á plötur sem löngu eru orðin að klassískum dægurlagaperlum.
Flytjendur eru að venju Dagný Maggýjar, Arnór B. Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson og fara tónleikarnir fram í stofusettinu í Bergi, Hljómahöll, enda segjast flytjendur taka sig hæfilega alvarlega og mikilvægara sé að hafa gaman en hafa flutninginn fullkominn.
Miðasala er á hljomaholl.is
	


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				