Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 9. apríl 2002 kl. 10:14

Tómstundabandalag Reykjanesbæjar: Mikill áhugi félaga

Á kynningarfundi um stofnun Tómstundabandalags Reykjanesbæjar í gærkvöldi kom fram mikill áhugi félaga á að stofnun bandalagsins yrði að veruleika. Á meðal félaga á fundinum voru fulltrúar frá Skákfélagi Reykjanesbæjar, Smábílaklúbbi Íslands, Félagi harmonikkuunnenda, Pílufélagi Reykjanesbæjar, Gallery Bjargar og Flugmódelfélagi Suðurnesja.Á fundinum var farið yfir drög að lögum fyrir Tómstundabandalagið (TRB) og ákveðið að boða stofnfund bandalagsins þriðjudaginn 23. apríl n.k.
Fundurinn verður í Selinu Vallarbraut 4 og hefst kl. 20.30 Rétt til inngöngu í TRB hafa öll þau félög og klúbbar sem starfa að hvers kyns tómstunda-og félagsmálum í Reykjanesbæ og standa fyrir utan Íþróttabandalag Reykjanesbæjar. Fulltrúar þessara félaga og klúbba er
hvattir til að mæta á stofnfundinn.
Tómstundabandalag Reykjanesbæjar yrði fyrsta tómstundabandalagið sem stofnað er á Íslandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024