Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tómataframleiðsla í Grindavík?
Föstudagur 4. október 2013 kl. 09:09

Tómataframleiðsla í Grindavík?

Hollendingar vilja lóð undir gróðurhús

Á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur gerði bæjarstjórinn Róbert Ragnarson grein fyrir stöðu viðræðna við hollenskan aðila sem hefur áhuga á að reisa 15 ha gróðurhús til tómataframleiðslu á reit i5 skv. aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030.

Vinna við deiliskipulagstillögugerð er að hefjast og er fyrirhugað að halda kynningarfund fyrir íbúa þann 16. október næstkomandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna tillögu að viljayfirlýsingu við félagið um framgang verkefnisins og leggja fyrir bæjarráð.