Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tómas Tómasson látinn
Föstudagur 28. mars 2008 kl. 22:12

Tómas Tómasson látinn


Tómas Tómasson, fyrrverandi Sparisjóðsstjóri í Keflavík og forseti bæjarstjórnar Keflavíkur lést síðdegis í dag eftir skammvinn veikindi. Tómas var 83 ára og lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn.

Tómas var lögfræðingur að mennt og starfaði eftir að hann kom til Keflavíkur 1955 við lögfræðistörf, fasteignaþjónustu og fleira en hann lét mikið til sín taka í sveitarstjórnarmálum og var lengi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Keflavík og forseti bæjarstjórnar Keflavíkur um árabil. Tómas lét ekki einungis til sín taka í stjórnmálum. Hann var líka virkur í Lionsklúbbi Keflavíkur og var um tíma einn æðsti embættismaður Oddfellowreglunnar á Íslandi. Tómas tók við starfi Sparisjóðsstjóra árið 1974 og gegndi því til ársloka 1992 eða í átján ár. Eftirlifandi eiginkona Tómasar er Halldís Bergþórsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024