Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tómas Þorvaldsson GK 10 í fyrstu veiðiferðina
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 19. júlí 2019 kl. 15:17

Tómas Þorvaldsson GK 10 í fyrstu veiðiferðina

Nýr frystitogari Þorbjarnar hf. í Grindavík Tómas Þorvaldsson hélt í sína fyrstu veiðiferð í gær frá Hafnarfirði þar sem hann var í skveringu. Þorbjörn fékk skipið afhent í júní sl. eftir að hafa keypt það frá Grænlandi.

Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tómas Þorvaldsson GK 10 er 67 metra langur og 14 metra breiður.

Fésbókarsíðan Báta og bryggjubrölt birti meðfylgjandi myndskeið af skipinu á leið úr höfn. Skjáskotið hér að ofan er úr myndskeiðinu.